fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Lét mála mynd af sér og Ferguson á heimili sínu – Hafður að háð og spotti

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. maí 2021 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Buttner fyrrum varnarmaður Manchester United ákvað að láta mála mynd af sér og Sir Alex Ferguson á vegg á heimili sínu.

Um er að ræða mynd sem tekinn var af Buttner og Ferguson árið 2013 eftir að United varð enskur meistari. Um var að ræða síðasta tímabil Ferguson hjá United.

Buttner sem er frá Hollandi lék fimm leiki með United þetta tímabilið og fékk medalíu fyrir það. „Veggurinn heima, minningar. Englandsmeistarar,“ skrifar Buttner við myndina sem hann birtir á Instagram.

Segja má að myndin hafi fallið misjafnlega í kramið en margir gera grín að myndinni. „ Teiknaðirðu þetta sjálfur? Kannski með löppunum,“ skrifar einn og á þar við að myndin sé ekkert sérstaklega vel heppnuð.

„Hver er þetta þér við hlið? Þetta er ekki Sir Alex Ferguson,“ skrifar annar. „Vissi ekki að Roy Hodgson væri stjóri United,“ bætir svo annar við.

Listaverkið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra