fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Efast um vegferðina og segir að Gylfi myndi ekki kveikja í stóru strákunum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 13:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Jordan fyrrum eigandi Crystal Palace efast um að Everton geti komið sér í toppbaráttu á Englandi miðað við stefnu félagsins á leikmannamarkaðnum síðustu ár.

Jordan sem er í dag sérfræðingur TalkSport ræddi stöðu Everton í gær en hann telur að félagið þurfi að kaupa dýrari og betri leikmenn, metnaður Everton liggur í því að komast í Meistaradeild Evrópu.

Það leit ágætlega út fyrir Everton á dögunum en hallað hefur undan fæti hjá Everton síðustu vikur og jafntefli gegn Brighton á mánudag var slæmt. „Farðu með mér í gegnum það hvernig Alex Iwobi er lykilmaður í því að koma þér á þann stað og í samanburði við þau kaup sem hin félögin eru að gera, með fullri virðingu fyrir honum,“ sagði Jordan um kaup Everton á Alex Iwobi frá Arsenal árið 2019, félagið borgaði þá 35 milljónir punda fyrir hann.

Jordan nefnir einnig kaup Everton á Gylfa Þór Sigurðssyni sem kostaði félagið rúmar 40 milljónir punda árið 2017. „Gylfi Þór Sigurðsson sem er góður leikmaður, fyrir 50 milljónir punda. Leikmaður sem myndi ekki vekja áhuga annara stórliða,“ sagði Jordan um kaupin á Gylfa.

Gylfa er að klára sitt fjórða tímabil hjá Everton en hann á rúmt ár eftir af samningi sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Doku gagnrýnir samherja sína og þjálfara sinn

Doku gagnrýnir samherja sína og þjálfara sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi