fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Magnaður Dallas tryggði 10 mönnum Leeds sigur gegn toppliðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 13:33

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tók á móti Leeds United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hafa leikið allan seinni hálfleikinn manni færri tókst gestunum að vinna frábæran sigur á toppliðinu.

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. City, sem tefldi fram töluvert breyttu byrjunarliði frá síðasta leik, áttu nokkur fín færi á fyrsta hálftímanum eða svo þrátt fyrir að Leeds hafi átt fyrsta marktækifæri leiksins.

Það dró þó til tíðinda á 42.mínútu þegar Stuart Dallas kom gestunum yfir með góðu skoti eftir undirbúning frá Patrick Bamford. Það stefndi í að Leeds-liðið færi ansi sátt inn í leikhléið en í uppbótartíma fékk Liam Cooper, fyrirliði liðsins, rautt spjald eftir tæklingu á Gabriel Jesus. Andre Marriner notaðist við myndbandsdómgæslu til að komast að ákvörðun sinni. Staðan í hálfleik 0-1.

Það var mikill hiti í upphafi seinni hálfleiksins. City, nú manni fleiri, fengu nokkur færi til að jafna áður en Ferran Torres tókst það svo á 76. mínútu.

Manni færri tókst Leeds þó að skora sigurmarkið í uppbótartíma. Dallas, sem hefur átt frábært tímabil, var þar aftur á ferðinni. Þvílík dramatík í Manchester!

Leeds eru eftir leikinn í níunda sæti með 45 stig. City er enn langefst í deildinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga