fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir þegar Ísland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Arnars Þórs – Birkir bestur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 20:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld sinn fyrsta sigur í undankeppni HM. Sigurinn kom á móti Liechtenstein en leiknum lauk með 4 1 sigri Íslands. Birkir Már Sævarsson, kom Íslandi yfir með marki á 12. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Herði Björgvini Magnússyni.

Það var síðan nafni hans, Birkir Bjarnason sem kom Íslandi í 2-0 með marki á 45. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Aroni Einari og Arnóri Ingva. Það var síðan Guðlaugur Victor Pálsson sem skoraði þriðja mark Íslands í leiknum, hans fyrsta landsliðsmark kom á 77. mínútu.

Tveimur mínútum síðar minnkaði Yanik Frick, muninn fyrir Liechtenstein með marki beint úr hornspyrnu. Rúnar Már Sigurjónsson bætti svo við úr vítaspyrnu og 4-1 sigur Íslands staðreynd. Ísland er eftir leikinn í 5. sæti riðilsins með 3 stig eftir þrjá leiki.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Byrjunarliðið:

Rúnar Alex Rúnarsson 3
Hafði nákvæmlega ekkert að gera í leiknum en gerði hræðileg mistök í markinu.

Birkir Már Sævarsson – 7
Tók markið sitt vel og komst vel frá sínu.

Sverrir Ingi Ingason 5
Eins og fyrir aðra varnarmenn Íslands var dagurinn með rólegasta móti

Hjörtur Hermannsson 5
Hafði ekkert að gera en gerði sitt ágætlega.

Hörður Björgvin Magnússon 6
Frábær fyrirgjöf í fyrsta mark leiksins, alvöru kúla

Jóhann Berg Guðmundsson (´63) 5
Kom spilinu oft af stað en var ekki að komast í færi til þess að skora.

Birkir Bjarnason (´72) 7 (Maður leiksins)
Gott mark og almennt fínn leikur hjá BIrki sem byrjaði alla þrjá leikina í þessu verkefni

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Rólegur dagur fyrir varnarsinnaðan tengilið en gott skallamark.

Aron Einar Gunnarsson (´46) 5
Tankurinn tómur eftir mikla keyrslu í leikjunum tveimur á undan, komst fínt frá sínu.

Arnór Ingvi Traustason 5
Lagði upp fyrir Birki en var þess utan lítið að skapa.

Sveinn Aron Guðjohnsen (´63) 5
Gerði ekkert rangt en kom sér heldur ekki í mörg færi til að skora gegn slökum andstæðingum.

Varamenn:

Rúnar Már Sigurjónsson (´46) 6
Fín innkoma, fiskaði víti og skoraði af öryggi.

Hólmbert Aron Friðjónsson (´63) 5
Komst lítið í boltann

Arnór Sigurðsson (´63) 5
Ógnaði lítið eftir innkomu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki