fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Hæpið að Jóhann Berg geti reimað á sig skóna um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæpið er að Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley geti reimað á sig takkaskóna þegar Burnley heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Landsliðsmaðurinn knái meiddist gegn Fulham í miðri síðustu viku þegar Burnley gerði jafntefli við Fulham. Hann missti af leik liðsins gegn West Brom um síðustu helgi.

Jóhann meiddist aftan í læri í leiknum en meiðslin eru þó ekki talin alvarleg.

„Jóhann er líklega ekki klár í slaginn, það kæmi mér verulega á óvart ef hann gæti spilað á sunnudag,“ sagði Sean Dyche stjóri Burnley um helgina.

Jóhann var á góðu skriði þegar meiðslin komu upp og hafði í fyrsta sinn um langt skeið verði heill heilsu í fleiri vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi