fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Enski boltinn: Origi hetja Liverpool – Fyrsti sigur Newcastle

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 4. desember 2021 17:03

Divock Origi / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka rétt í þessu.

Liverpool sigraði Wolves á Molineux Stadium en sigurmarkið kom í uppbótartíma. Wolves liðið lá afar aftarlega og varðist allan leikinn. Liverpool fékk þó nokkur færi til að gera út um leikinn en þeir nýttu færin sín illa. Heimamenn lágu mikið í jörðinni og töfðu sem gerði leikmenn Liverpool óþolinmóða. Sigurmarkið kom þó að lokum þegar tæp ein mínúta var eftir af uppbótartíma en það var enginn annnar en Origi sem skoraði eftir stoðsendingu Mohamed Salah.

Liverpool fer á topp deildarinnar með 34 stig en Wolves er í 8. sæti með 21 stig.

Newcastle tók á móti Burnley og unnu heimamenn 1-0 sigur. Þetta var fyrsti sigur Newcastle í deildinni í ár. Callum Wilson skoraði mark Newcastle eftir vond mistök hjá Pope.

Newcastle og Burnley eru nú jöfn að stigum í 18. og 19. sæti deildarinnar.

Southampton tók á móti Brighton en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Armando Broja kom heimamönnum yfir þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Neal Maupay náði svo að jafna fyrir Brighton á lokasekúndum leiksins og tryggði gestunum stigið.

Wolves 0 – 1 Liverpool
0-1 Divock Origi (´90+4)

Newcastle 1 – 0 Burnley
1-0 Callum Wilson (´40)

Southampton 1 – 1 Brighton
1-0 Armando Broja (´29)
1-1 Neal Maupay (´90+8)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni