fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Ragnar stígur fram og sver af sér færsluna um Hannes – „Vil taka allan vafa af“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. nóvember 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur og Hannes Þór Halldórsson sömdu um starfsflok í gær. Besti markvörður í sögu Íslands kveður Hlíðarenda.

Á Twitter síðu Vals í gær var tilkynnt að Valur hefði rekið Hannes, var það fjarri sannleikanum. Forráðamenn félagsins voru fljótir að biðjast afsökunar og sjálfboðaliðum var kennt um verknaðinn.

Blaðamanni DV bárust ítrekaðar ábendingar um að umræddur sjálfboðaliði væri Ragnar Vignir sem er virkur í starfi félagsins. Ábendingarnar bárust einnig til Ragnars sem var fljótur til og sendi stuðningsmönnum félagsins skilaboð.

„Af gefnu tilefni þá vil ég taka skýrt fram að þó að ég sé að sinna samfélagsmiðla störfum fyrir Val þá setti ég ekki „Rekinn“ mynd af Hannesi markmanni á netið,“ skrifar Ragnar Vignir í færslu í Facebook hóp stuðningsmanna Vals.

Ragnar sem er duglegur að hjálpa félaginu sínu og sér um samfélagsmiðla að einhverju leyti. „Mín verkefni fyrir Val eru afmörkuð, og lesin yfir fyrir birtingu,“ skrifar Ragnar.

Ragnar vill taka af allan vafa um að það var ekki hann að verki sem var með misheppnaðan einkahúmor. „Hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir þess efnis og vil taka allan vafa af um málið,“ segir Ragnar í spjallhópi Valsmanna.

Eftir stendur stóra spurningin um hver ákvað að gera lítið úr besta markverði Íslandssögunnar. Sjálfboðaliðinn skammast sín úti í horni en enginn veit hver það er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar