fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Jóhannes Karl svarar fyrir umdeilda Tenerife ferð sína

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusérfræðingar hafa nokkrir gagnrýnt Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfara ÍA fyrir að hafa skellt sér stutt frí til Tenerife. Ástæðan fyrir gagnrýninni er bikarúrslitaleikur ÍA gegn Víkingi á laugardag.

Rætt var um málið í hlaðvarpsþáttum landsins og voru margir hissa á ferð Jóa Kalla. „Ég get lofað þér því að Víkingar eru að æfa og Skagamenn eru að æfa líka en bara undir aðstoðarþjálfara og með fjóra menn í 21 árs liðs verkefni. Þetta er ákvörðun sem formaðurinn stendur og fellur með. Mér finnst þetta skrítið og hefði bara viljað frestað ferðinni,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson meðal annars um málið.

Jóhannes var til svars á fréttamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn í dag og sagði. „Ég átti fína daga í sólinni og náði að hlaða. Ég get ekki stýrt umræðunni hvernig hún fer fram, það voru tvær vikur á milli leikja,“ sagði Jóhannes Karl við 433.is.

Ferð Jóhannesar var í styttri kantinum og hafði að hans sögn enginn áhrif á liðið. „Ég fór frá þriðjudegi til laugardags. Þetta hafði ekki nein áhrif á faglega þjálfun liðsins, ég fékk fullan skilning fyrir því hjá öllum í félaginu.“

Skagamenn hafa lítið kippt sér upp við málið sem rakið hefur verið í fjölmiðlum. „Þetta var mikið stærra mál í umfjöllun heldur en það var hjá okkur. Það er bara þannig, menn verða að hafa eitthvað til að tala um,“ sagði Jóhannes léttur.

Leikur ÍA og Víkings fer fram klukkan 15:00 á laugardag en búist er við um 6 þúsund áhorfendum á leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn