fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Herði misboðið í KSÍ málinu: „Ég get heldur ekki stutt orð og aðgerðir mis heiðarlegra og mis viturra kvenna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. október 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Hilmarsson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu skrifar um málefni KSÍ á Facebook síðu sinni í dag. Hörður sem er í seinni tíð þekktastur fyrir að skipuleggja íþróttaferðir Íslendinga út fyrir landsteinana.

Hörður sem var bæði leikmaður og þjálfari er misboðið yfir því hvernig er í pottinn brotið. „Sem þátttakanda í íslenskri knattspyrnu í yfir 60 ár, sem leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður og stuðningsmaður er mér misboðið,” segir Hörður í pistli sem birtist á vefsvæði Eiríks Jónssonar.

Hörður fékk boð um miða á leikinn gegn Armeníu, hann var upptekinn en hefði ekki haft áhuga á að fara.

„Hvers vegna ekki? Ástæðurnar eru nokkrar og ekki öllum þóknanlegar. Who cares? Ég hef eins og aðrir karlkyns knattspyrnumenn þurft að sitja undir kommentum misviturra sérfræðinga á samfélagsmiðlum um neikvæða “klefamenningu” sem á víst að hafa átt sér stað í samfélagi karla í knattspyrnu,“ skrifar Hörður.

Hörður af reynslu bæði úr karla og kvennafótbolta og heldur skrifum sínum áfram. „Ég sem leikmaður og þjálfari í áratugi kannast ekki við kvenfyrirlitningu eða annan negatívisma í búningsklefum karlmanna. Hins vegar upplifði ég það sem þjálfari kvennaliðs að yndislegar stúlkur, kvenkyns, voru miklu meiri klámkjaftar heldur en ég hafði kynnst í “strákaklefum”. Ég tók þessu sem þeirra húmor og hafði engar áhyggjur af, þótt ég roðnaði stundum,“ skrifar Hörður.

Herði er misboðið að körlum í knattspyrnu sé borið á brýn að stuðla að ofbeldismenningu. „En mér er misboðið þegar okkur karlkyns fótboltamönnum er borið á brýn orðfar eða annað sem stuðlað getur að ofbeldi eða ofbeldismenningu. Sem bróðir 6 systra og faðir 3ja yndislegra dætra þá myndi aldrei hvarfla að mér að styðja eða verja e-ð sem flokkast gæti sem niðurlæging eða ofbeldi í garð stúlkna eða kvenna,“ skrifar Hörður.

Guðni Bergsson formaður KSÍ sagði af sér á dögunum og stjórnin gerði það sömuleiðis. Er sambandið sakað um að hafa hylmt yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Hörður segir að eftirsjá sé af Guðna.

„En ég get heldur ekki stutt orð og aðgerðir mis heiðarlegra og mis viturra kvenna sem farið hafa offari og stuðlað að því að heiðarlegur og vandaður maður eins og Guðni Bergsson, var hrakinn úr starfi sem formaður KSÍ, fyrir litlar sakir, þrátt fyrir að hafa verið besti formaður KSÍ í áratugi. Guðni sinnti “litlu” félögunum á landsbyggðinni mun betur heldur en forverar hans í embætti höfðu gert og hann var einnig frábær fulltrúi Íslands út á við, t.d. gagnvart UEFA og FIFA. Þegar Guðni Bergs. var kjörinn formaður KSÍ þá fékk Ísland besta hugsanlega sendiherrann fyrir íslenska knattspyrnu sem völ var á. Það hefur ekki breyst,“ skrifar Hörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands