fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Sverrir Ingi byrjaði í jafntefli – Theodór Elmar kom inn á í sigri

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 20:10

Sverrir Ingi / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar voru í eldlínunni í grísku deildinni í dag.

Sverrir Ingi Ingason, var í byrjunarliði PAOK og spilaði allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn AEK frá Aþenu. Leikið var á heimavelli PAOK.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Á 50. mínútu komst AEK yfir í annað skipti í leiknum.

Veirinha náði hins vegar að jafna metin fyrir PAOK með marki á 70. mínútu og tryggði liðinu 2-2 jafntefli og eitt stig. PAOK er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 36 stig.

Þá kom Theodór Elmar Bjarnason inn á 68.mínútu er lið hans Lamia gerði 0-0 jafntefli á útivelli gegn Panaitolikos.

Lamia er eftir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig.

PAOK 2 – 2 AEK 
0-1 Evgen Shakhov (’18)
1-1 José Ángel Crespo (’40)
1-2 Konstantinos Galanopoulos (’50)
2-2 Veirinha (’70)

Panaitolikos 0 – 0 Lamia 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“
433Sport
Í gær

Tæta Hafnfirðinga í sig – „Hvað vakir fyrir þeim?“

Tæta Hafnfirðinga í sig – „Hvað vakir fyrir þeim?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur
433Sport
Fyrir 2 dögum

United horfir einnig til Tyrkjans unga

United horfir einnig til Tyrkjans unga