fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Leicester á toppnum eftir sigur á Chelsea – Lampard gæti verið rekinn

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 22:06

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester City tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Leicester en leikið var á heimavelli liðsins, King Power Stadium.

Wilfred Ndidi, kom Leicester yfir með marki á 6. mínútu eftir stoðsendingu frá Harvey Barnes.

Á 41. mínútu tvöfaldaði James Maddison, forystu Leicester með marki eftir stoðsendingu frá Marc Albrighton.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 2-0 sigri Leicester. Staða Frank Lampard, knattspyrnustjóra Chelsea, er nú orðin mjög völt.

TalkSport hélt því fram í dag að knattspyrnustjórinn ungi gæti verið rekinn ef Chelsea myndi tapa í kvöld. Liðið er í 8. sæti deildarinnar eftir leik kvöldsins með 29 stig eftir 19 leiki sem getur ekki talist ásættanleg staða af forráðamönnum félagsins eftir að hafa eytt miklum fjárhæðum til leikmannakaupa fyrir tímabilið.

Leicester City komst með sigrinum upp í 1. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 38 stig, einu stigi meira en Manchester United í 2. sæti sem á leik til góða.

Leicester City 2 – 0 Chelsea 
1-0 Wilfried Ndidi (‘6)
2-0 James Maddison (’41)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening