fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Leicester á toppnum eftir sigur á Chelsea – Lampard gæti verið rekinn

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 22:06

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester City tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Leicester en leikið var á heimavelli liðsins, King Power Stadium.

Wilfred Ndidi, kom Leicester yfir með marki á 6. mínútu eftir stoðsendingu frá Harvey Barnes.

Á 41. mínútu tvöfaldaði James Maddison, forystu Leicester með marki eftir stoðsendingu frá Marc Albrighton.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 2-0 sigri Leicester. Staða Frank Lampard, knattspyrnustjóra Chelsea, er nú orðin mjög völt.

TalkSport hélt því fram í dag að knattspyrnustjórinn ungi gæti verið rekinn ef Chelsea myndi tapa í kvöld. Liðið er í 8. sæti deildarinnar eftir leik kvöldsins með 29 stig eftir 19 leiki sem getur ekki talist ásættanleg staða af forráðamönnum félagsins eftir að hafa eytt miklum fjárhæðum til leikmannakaupa fyrir tímabilið.

Leicester City komst með sigrinum upp í 1. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 38 stig, einu stigi meira en Manchester United í 2. sæti sem á leik til góða.

Leicester City 2 – 0 Chelsea 
1-0 Wilfried Ndidi (‘6)
2-0 James Maddison (’41)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“