fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Aron segir leikmenn Íslands hungraða í að komast á stórmót – „Vita að þetta gæti verið okkar síðasta tækifæri“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 18:11

Aron Einar Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins var í ítarlegu viðtali sem birtist á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA).

Aron Einar segir í viðtalinu að hungrið sé enn til staðar hjá leikmönnum íslenska landsliðsins sem séu staðráðnir í að komast á annað stórmót.

„Erum við ennþá hungraðir? Ég fæ þessa spurningu mjög oft og svarið hjá mér er klárt já. Við náðum að skrifa okkur á spjöld sögunnar með því að komast á EM og HM en þegar að maður hefur upplifað þessa hluti vill maður bara upplifa þá aftur og aftur,“ sagði Aron Einar í viðtalinu.

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, voru í byrjun desember ráðnir landsliðs- og aðstoðar landsliðsþjálfarar. Fyrsta verkefni þeirra með íslenska landsliðið verður í undankeppni HM sem hefst í mars.

„Nú eru komnir nýjir þjálfarar inn og ég tel okkur eiga raunhæfa möguleika á því að komast á HM. Þýskaland eru líklegasta liðið í riðlinum og siðan eru þarna lið eins og Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenia og Liechtenstein. Ég er vongóður fyrir keppnina og strákarnir eru staðráðnnir í því að komast aftur á HM. Margir af okkur leikmönnunum eru í kringum 30 ára aldurinn og vita að þetta gæti mögulega verið okkar seinasta tækifæri,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands.

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM verður þann 25. mars næstkomandi á útivelli gegn Þýskalandi.

Viðtalið við Aron Einar í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Í gær

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Í gær

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?