fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Brast í grát er sonurinn spilaði sínar fyrstu mínútur með aðalliðinu – „Ég get ekki hætt að gráta“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 21:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 18 ára gamli Declan Thompson, leikmaður Sheffield Wednesday, spilaði í gær sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir liðið er hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri liðsins gegn Exeter í enska bikarnum.

Stuttu eftir leik liðanna fór myndband í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýndu viðbrögð föður Declan, þegar strákurinn kom inn á, í sínum fyrsta leik fyrir liðið.

Lee Thompson, faðir Declan, var skiljanlega mjög stoltur af syni sínum og það brutust út mikil fagnaðrlæti og tár féllu.

Lee birti myndbandið sjálfur á samfélagsmiðlinum Twitter og skrifaði hjartnæm skilaboð til sonar síns.

„Ég trúi því ekki hversu stoltur ég er, Declan, ég elska þig sonur og ég get ekki hætt að gráta,“ voru skilaboð Lee.

Var sagt að hann myndi ekki verða knattspyrnumaður

Þegar Declan var yngri var honum tjáð að hann hefði ekki það sem til þyrfti til þess að geta orðið atvinnumaður í knattspyrnu.

„Mér var sagt að ég myndi ekki spila knattspyrnu. Nú vil ég vera til staðar fyrir aðra unga krakka og hjálpa þeim að ná sínum markmiðum,“ sagði Declan í viðtali við swfc.co.uk.

Declan skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá Sheffield Wednesday á síðasta ári, hann horfði á myndbandið með viðbrögðum foreldra sinna eftir leikinn í gær.

„Það var tilfinningaþrungið að horfa á myndbandið með viðbrögðum foreldra minna. Bara það að vita að ég gerði þau stolt, þið sjáið hversu miku máli þetta skipti,“ sagði hinn 18 ára gamli Declan Thompson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Í gær

Félag Alberts horfir til London

Félag Alberts horfir til London