fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Hjólað í Arnór Borg Guðjohnsen – Sakaður um að stinga fallna félaga í bakið

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 25. september 2021 18:19

Arnór Borg Guðjohnsen gekk í raðir Víkings eftir tímabilið 2021. Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Borg Guðjohnsen er sagður hafa verið staddur í Víkinni í dag til að fagna Íslandsmeistaratitlinum með Víkingum. Menn hafa vakið athygli á þessu á Twitter og gagnrýnt leikmanninn harkalega.

Arnór er á leið til Víkings frá Fylki. Frá því var gengið á dögunum að leikmaðurinn gengi til liðs við Víkinga eftir tímabilið í Pepsi Max-deildinni. Það kláraðist einmitt í dag.

Á sama tíma og Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn tapaði Fylkir 0-6 á heimavelli gegn Val. Fylkir var nú þegar fallið úr efstu deild.

Arnór er enn á mála hjá Fylki í dag en var þó frá vegna meiðsla. Þó hefur ákvörðun hans að fara í Víkina að fagna á meðan vinnuveitendur hans í Árbænum greiða enn launin hans verið harkalega gagnrýnd.

,,Til hamingju Víkingur Reykjavík með titilinn hélt með ykkur í þessu & samgleðst ykkur. Arnór Borg samt, þú ert ennþá leikmaður Fylkis & á launum þar & átt ekki að vera að hlaupa inn á völlinn eftir leik í víkinni að fagna titlinum, þú átt að taka ábyrgð á þínu í Árbænum & klára það,“ skrifaði Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja á Twitter.

Bjarki Már Elísson blandaði sér einnig í umræðuna. ,,Arnór Borg mættur að fagna titlinum með Víkingum í stað þess að vera með liðinu sem er ennþá að borga honum laun í síðasta leiknum þegar þeir falla niður um deild. Þetta finnst mér ekkert eðlilega lélegt!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“