fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Gunnar rifjar upp ummæli Ronaldo varðandi meinta nauðgun: „Ég fór inn í hana að aft­an, það var rudda­legt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Egill Daníelsson blaðamaður á Morgunblaðinu stingur niður penna í blað dagsins og skrifar um málefni Cristiano Ronaldo og ásökun á hans hendur um nauðgun árið 2009. Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað sér árið 2009, atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas. Ronaldo hefur alltaf hafnað sök um nauðgun og aðilar tengdir honum ítrekað það.

Þar var Ronaldo í sumarfríi með vinum sínum áður en hann samdi við Real Madrid og varð dýrasti knattspyrnumaður í heimi. Lýsingarnar frá Mayorga eru afar óhugnanlegar en þar fer hún yfir málið í öllum smáatriðum. Hún skrifaði undir bréf þess efnis um að tjá sig aldrei um málið, fyrir það fékk hún talsverðar fjárhæðir.

Meira
Hér má lesa ítarlega lýsingu Mayorga um málið

Ronaldo snéri aftur í enska boltann á dögunum og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Endurkoma hans var um liðna helgi gegn Newcastle. „Meðan á leikn­um stóð flaug flug­vél yfir Old Trafford með borða á þar sem stóð: „Trú­um Kat­hryn Mayorga.“ Level Up-sam­tök­in stóðu fyr­ir flug­inu en Mayorga þessi sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað henni í Las Vegas sum­arið 2009,“ skrifar Gunnar Egill í íþróttasíðu Morgunblaðsins í dag.

Gunnar rifjar svo upp söguna sem Mayorga hefur sagt í fjölmiðlum. „Í sam­tali við Der Spieg­el árið 2018 sagði Mayorga að Ronaldo hafi verið afar ýt­inn þegar þau hitt­ust. Hún kvaðst end­ur­tekið hafa sagt „nei“ og að hún myndi ekki sofa hjá hon­um. Eft­ir að hann gerðist æ ágeng­ari hafi hún haldið um kyn­færi sín þegar hann stökk á hana og nauðgaði í endaþarm­inn án verju.“

Gunnar ræðir svo um gögn sem Mayorga hefur undir höndum sem virðast varpa nýju ljósi á málavexti. „Í spurn­ingalista sem lög­fræðing­ar Ronaldo lögðu fyr­ir hann og Mayorga hef­ur und­ir hönd­um sagði hann sjálf­ur: „Hún sagði „nei“ og „hættu“ nokkr­um sinn­um. Ég fór inn í hana að aft­an. Það var rudda­legt. Hún sagði að hún vildi þetta ekki en hún gerði sig aðgengi­lega. En hún hélt áfram að segja „nei,“ „ekki gera þetta“ og „ég er ekki eins og hinar stelp­urn­ar.“ Ég baðst af­sök­un­ar eft­ir á.“,“ skrifar Gunnar Egill í Morgunblaðið.

Meira
Hér má lesa ítarlega lýsingu Mayorga um málið

Gunnar heldur svo áfram. „Svo virðist sem þessi frá­sögn sé að stóru leyti gleymd og graf­in og/​eða hafi farið fram hjá fjölda fólks á sín­um tíma. Miðað við það sem bæði Mayorga og Ronaldo segja fékk hann ekki samþykki fyr­ir kyn­mök­um.“

„Það að hann sé stór­stjarna, einn besti knatt­spyrnumaður sög­unn­ar og að þetta átti sér stað fyr­ir rúm­um 12 árum, breyt­ir því ekki að Ronaldo þarf að fá samþykki eins og all­ir aðrir,“ skrifar Gunnar að endingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hilmar Árni verður aðstoðarmaður Óskars í Vesturbænum

Hilmar Árni verður aðstoðarmaður Óskars í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gerir ekki ráð fyrir öðru en Guehi fari frítt næsta sumar

Gerir ekki ráð fyrir öðru en Guehi fari frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta
433Sport
Í gær

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út
433Sport
Í gær

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga