fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Fimm bestu og verstu kaup Mourinho á ferlinum

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 9. september 2021 20:00

Jose Mourinho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Mirror tók saman lista yfir fimm bestu og fimm verstu kaup José Mourinho á ferlinum.

Mourinho er einn sigursælasti knattspyrnuþjálfari allra tíma en Portúgalinn hefur unnið 25 titla það sem af er ferilsins. Hann var ráðinn knattspyrnustjóri Roma á Ítalíu í sumar og næsti leikur liðsins gegn Sassuolo verður hans þúsundasti leikur við stjórnvölinn.

Mourinho hefur unnið 64% leikja sinna sem þjálfari en það eru 637 sigrar í 999 leikjum. Mourinho hefur stýrt nokkrum af stærstu liðum Evrópu í gegnum tíðina og fengið til sín ýmsa stjörnuprýdda leikmenn sem lofuðu góðu í upphafi en komu sér einhvern veginn aldrei á strik með sínum nýju félögum.

Þar má helst nefna Alexis Sanchez og Andriy Shevchenko en sá fyrrnefndi var einn besti leikmaður Evrópu þegar hann lék með Arsenal en svo gekk ekkert upp hjá kappanum eftir Mourinho fékk hann til Manchester United.

Þeir Luka Modric, Ashley Cole og Didier Drogba stigu hins vegar fram á heimssviðið þegar að þeir léku undir stjórn Mourinho og unnu fjölmarga titla með Real Madrid og Chelsea.

Listann má sjá hér að neðan.

Fimm bestu kaupin:

5. Wesley Sneijder frá Real Madrid til Inter á 13.3 milljónir punda
4. Diego Costa frá Atletico Madrid til Chelsea á 32 milljónir punda.
3. Luka Modric frá Tottenham til Real Madrid á 30 milljónir punda.
2. Ashley Cole frá Arsenal til Chelsea á 5 milljónir punda + William Gallas

1. Didier Drogba frá Marseille til Chelsea á 24 milljónir punda

Fimm verstu kaupin:

5. Mateja Kezman frá PSV Eindhoven til Chelsea á 5.3 milljónir punda
4. Ricardo Quaresma frá Porto til Inter á 22.1 milljónir punda
3. Juan Cuadrado frá Fiorentina á 23.3 milljónir punda
2. Andriy Shevchenko frá Milan til Chelsea á 30 milljónir punda

1. Alexis Sanchez frá Arsenal til Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Calvert-Lewin á Old Trafford?

Calvert-Lewin á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð