fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Páll bróðir Hönnu skrifar um málefni Kolbeins: „Frægur knattspyrnumaður er feitur göltur að flá“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. september 2021 19:00

Systkinin Hanna Björg og Páll Vilhjálmsbörn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þolandi verður gerandi – viðskiptamódelið,“ er yfirskriftin sem Páll Vilhjálmsson notar á grein sinni sem hann birtir í dag á vefsvæði sínu. Páll titlar sjálfan sig sem blaðamann og kennara. Skrifar hann þar um málefni Kolbeins Sigþórssonar, framherja íslenska landsliðsins.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari og kynjafræðingur sem leitt hefur gagnrýni sem beinst hefur að KSÍ er systir Páls eins og DV fjallaði um á dögunum.

Hefur Hanna sakað KSÍ um að hylma yfir með meintum brotamönnum í hópi íslenska landsliðsins. Var Kolbeini meinað af stjórn KSÍ að mæta í verkefni landsliðsins eftir að stjórnin kallaði Hönnu og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur frá Stígamótum á fund með stjórnarfólki KSÍ þar sem þau ræddu vandamál sambandsins. Fengu þær að sjá leikmannalistann sem Arnar Þór Viðarsson hafði valið. Tjáðu þær stjórnarfólkinu að best væri að banna Kolbeini og Rúnari Sigurjónssyni að mæta í verkefnið. Varð stjórnin við þessari ábendingu þeirra og skipaði Arnari að taka þá úr hópnum en Rúnar hafði þó áður afboðað komu sína við þjálfara liðsins.

Í morgun var fjallað um málefni Kolbeins og sendi lögmaður Kolbeins frá sér gögn þar sem hluti af frásögn tveggja kvenna er sögð ósönn. Þar sagði að réttargæslumaður konunnar sem steig fram á fimmtudag hefði farið fram á 300 þúsund krónur í miskabætur og að slíkt boð hefði aldrei komið frá lögmönnum Kolbeins.

Málið hefur verið rakið í fjölmiðlum en Kolbeinn hafnar því að hafa beitt konurnar ofbeldi eða áreitt þær kynferðislega. Hann játaði því að hafa hegðað sér illa og greiddi hann konunum miskabætur vegna málsins. Fengu konurnar 1,5 milljón hvor og greiddi Kolbeinn 3 milljónir til Stigamóta.

Páll ritar um málið á vefsvæði sínu og óhætt er að segja að hann hafi allt aðra skoðun á málinu en systir sín. „Í máli Kolbeins Sigþórssonar bauð réttargæslumaður meints þolanda að ljúka málinu með 300 þús. kr. greiðslu. Síðan gerðist eitthvað, sem ekki hefur verið fyllilega upplýst, og Kolbeinn greiddi tveim konum sem sögðust vera þolendur 1,5 milljónir króna hvorri, samtals 3 milljónir, og aðrar 3 milljónir til Stígamóta. Þessir peningar, samtals 6 milljónir króna, eru staðreyndir málsins. Peninga var krafist og peningar skiptu um hendur,“ skrifar Páll.

Kolbeinn fagnar sigri í leik Íslands við Englendinga á EM 2016. mynd/Getty

Páll segir svo að þær Þórhildur Gyða Arnarsdóttir sem steig fram fyrir viku síðan og sakaði Kolbein um ofbeldi og kynferðislega áreitni og Jóhanna Helga Jensdóttir sem í fyrradag steig fram og lýsti hegðun Kolbeins þetta sama kvöld hafi breyst úr þolendum í gerendur í málinu.

„Viðskiptamódelið sem skýrir tilfærslu peninganna er að þolendur urðu gerendur. Frægur knattspyrnumaður er feitur göltur að flá og 300 þús. kr. smápeningur í því samhengi. Aftur er frægur knattspyrnumaður ótækur í félagslið og landslið ef hann fær það orð á sig að vera kynferðisglæpamaður. Meintur þolandi hefur í hendi sér orðspor frægðarmannsins sem á augabragði verður fyrrverandi fótboltastrákur með engar framtíðarhorfur. Nema peningar skipti um hendur,“ skrifar Páll.

Fram kom í yfirlýsingu Almars Möller, lögfræðings Kolbeins að greiðslan í heild hafi verið sex milljónir króna. „Tvær konur fengu samtals þrjár milljónir frá Kolbeini og keyptu sér stuðning Stígamóta með því að knattspyrnumaðurinn galt þangað hoftoll upp á aðrar 3 milljónir,“ skrifar Páll.

Mál Kolbeins var ástæða þess að Guðni Bergsson formaður KSÍ sagði af sér. „Fékk Guðni tilboð um að kaupa af sér sakir og halda forsetaembætti KSÍ? Hefði hann getað keypt sér frið öfgahersveita Stígamóta? Ýmsar spurningar vakna þegar viðskiptamódelið liggur fyrir,“ skrifar Páll.

Systkini á öndverðum meiði – „Í fjölskylduboðum sýnum við öðrum þá virðingu að ræða frekar um veðrið“

Fjallað hefur verið um þessa yfirlýsingu frá lögmanni Kolbeins í öllum miðlum fyrir utan RÚV að sögn Páls en RÚV tók viðtalið við Þórhildi Gyðu fyrir rúmri viku síðan. „Fréttablaðið segir frá afhjúpun viðskiptanna, visir.is einnig. Öfgahersveitin á Efstaleiti þegir,“ skrifar Páll.

Eins og fyrr segir eru Páll og Hanna með allt aðrar skoðanir á lífinu en Páll ræddi málið við DV í vikunni. „Mér þykir mjög vænt um systur mína Hönnu og við höfum lært það í gegnum tíðina að vera sammála um að vera ósammála um suma hluti í lífinu,“ segir Páll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mbappe kveikti bál í Katalóníu eftir leik – 60 manns tókust á

Mbappe kveikti bál í Katalóníu eftir leik – 60 manns tókust á
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu