fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Hjólar í Hendrickx sem er enn og aftur á förum frá Íslandi – ,,Það er eitthvað að í hausnum á manninum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 14:00

Jonathan Hendrickx. Mynd/KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt var frá því í Dr. Football í dag að Jonathan Hendrickx muni leika sinn síðasta leik fyrir KA gegn Keflavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Hinn 27 ára gamli Hendrickx kom til KA frá Lommel í Belgíu, heimalandi hans, fyrir tímabilið í Pepsi Max-deildinni. Nú er hins vegar útlit fyrir að hann klári ekki tímabilið fyrir norðan.

,,Ætli það sé ekki heimþrá númer svona 362, hjá honum og hans fjölskyldu,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson. Hendrickx hefur einnig leikið með FH og Breiðabliki á hér á landi en alltaf leitað frá Íslandi fyrir rest.

Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, velti því upp hvort að lið hér heima ætti ekki að vita betur en að sækja Hendrickx, vitandi það að leikmaðurinn virðist gjarnan fá heimþrá.

,,Ætla menn ekkert að læra? Alltaf að sækja þennan gæa og setja pening í hann.“

,,Ég ætla rétt að vona að hann sé með færri líf en kötturinn því þetta er komið gott. KA er í bullandi Evrópubaráttu og hann er lykilmaður í þessu liði. Þeir reyndar sótttu einhvern Dana í gær sem er bakvörður en Hrannar er ‘out for the season’. Þessi mekanismi á bakvið þetta er bara einfaldur. Það er eitthvað að í hausnum á manninum,“ sagði Kristján Óli.

Hann bætti einnig við að launapakki Hendrickx væri ekki lítill.

,,Það er líka ekki eins og hann sé með ódýrari mönnum deildarinnar. Hann er pottþétt dýrasti leikmaður KA og örugglega topp tíu í deildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Í gær

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk