fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Launum stórstjörnu lekið í fjölmiðla – Fær fólk til að missa hökuna í gólfið

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 19:00

David Alaba. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Alaba, nýr leikmaður Real Madrid, fær 376 þúsund pund (tæpar 65 milljónir íslenskra króna) í vikulaun hjá nýja félagi sínu. Leikmaðurinn gerði fimm ára samning og verður því búinn að safna upp 98 milljónum punda (tæpum 17 milljörðum íslenskra króna) þegar samningur hans rennur út. Það var þýski miðillinn Der Spiegel sem lak tölunum.

Hinn 29 ára gamli Alaba kom til Real frá Bayern Munchen á frjálsri sölu í sumar. Austurríkismaðurinn hafði verið hjá Bayern frá árinu 2008.

Með félaginu vann hann fjölmarga titla. Hann varð til að mynda Þýskalandsmeistari tíu sinnum og Evrópumeistari tvisvar sinnum.

Nú tekur við nýr kafli á ferli hans. Hann fær það verkefni að reyna að hjálpa Real að tryggja sér Spánarmeistaratitilinn. Nágrannarnir í Atletico unnu titilinn á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona