fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Hvetur nýjustu stjörnu Englendinga til að ganga til liðs við Man Utd

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 19:00

Kalvin Phillips. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimitar Berbatov, sem lék með Manchester United, Tottenham og fleiri liðum á ferli sínum, vill sjá Kalvin Phillips spila með Manchester United í framtíðinni.

Hinn 25 ára gamli Phillips hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni á miðjunni hjá enska landsliðinu á Evrópumótinu sem nú stendur yfir.

Þá átti hann mjög flott tímabil með nýliðum Leeds í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

,,Hann hefur verið einn af leikmönnum mótsins og fyrr eða síðar þá held ég að hann muni fara í stærra félag. Ég væri til í að sjá hann skrifa undir hjá Manchester United,“ sagði Berbatov.

Samningur Phillips við Leeds gildir til ársins 2024. Ef eitthvað félag vill næla í hann í sumar þarf líklega að borga ansi vel miðað við frammistöðu leikmannsins á EM.

Phillips verður í eldlínunni með Englandi á morgun í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítalíu. Leikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti
433Sport
Í gær

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona