fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

EM 2020: England vinnur riðilinn – Skotar eru úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 21:01

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

D-riðill EM 2020 kláraðist nú fyrir stuttu. Upp úr honum fara England, Króatía og Tékkland.

England vinnur riðilinn eftir sigur

England vann Tékkland á Wembley.

Raheem Sterling gerði eina mark leiksins á 12. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jack Grealish. Sterling hafði fyrir markið komist nálægt því að skora er hann skaut í stöngina.

Englendingar bjuggu sér til færi til að tvöfalda forystu sína í fyrri hálfleik en tókst það ekki. Í seinni hálfleik sigldu þeir sigrinum svo heim. Lokatölur 1-0.

Króatar gengu frá Skotum í seinni

Skotar mættu Króatíu í Glasgow og þurftu að sætta sig við tap.

Nikola Vlasic kom Króötum yfir á 17. mínútu. Callum McGregor jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.

Á 62. mínútu kom Luka Modric gestunum yfir með stórkostlegu marki. Ivan Perisic innsiglaði svo sigur þeirra stundarfjórðungi síðar. Lokatölur 3-1.

Englendingar enda efstir í riðlinum með 7 stig. Króatía er í öðru sæti með 4 stig, jafnmörg og Tékkar en með betri markatölu. Bæði lið fara þó áfram í 16-liða úrslit. Skotar eru úr leik. Þier ljúka keppni með aðeins 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool býður leikmann í skiptum fyrir Guehi

Liverpool býður leikmann í skiptum fyrir Guehi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill hiti á miðvikudag

Mikill hiti á miðvikudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?