fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Hólmbert Aron yfirgefur Ítalíu – Að skrifa undir í Þýskalandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. júní 2021 12:32

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmbert Aron Friðjónsson framherji Brescia á Ítalíu er að yfirgefa herbúðir félagsins. Þetta herma öruggar heimildir 433.is í gær.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur Brescia samþykkt tilboð frá þýska félaginu Holstein Kiel í íslenska framherjann.

Holstein Kiel var hársbreidd frá því að komast upp í þýsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, liðið missti af sæti í umspili um laust sæti. Liðið leikur því í næst efstu deild á komandi vetri og er líklegt til þess að fara upp.

Íslenski framherjinn gekk í raðir Brescia fyrir tæpu ári síðan en var þá meiddur, hann var talsvert lengi að jafna sig og fékk fá tækifæri í kjölfarið.

Hólmbert er 28 ára gamall en hann er að semja við fimmta félagið sitt í Þýskalandi, hann lék áður í Skotlandi, Danmörku, Noregi, Ítalíu og er nú á leið til Þýskalands.

Íslendingar hafa komið við sögu hjá Holstein Kiel áður en má þar nefna Eið Aron Sigurbjörnsson sem leikur í dag með ÍBV og Hákon Sverrisson fyrrum leikmann Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu
433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra