fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

EM 2020: Wales vann mjög mikilvægan sigur á Tyrkjum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 18:01

Leikmenn Wales fögnuðu innilega í dag. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wales vann gríðarlega mikilvægan sigur á Tyrklandi í öðrum leik dagsins á EM 2020. Leikurinn var liður í A-riðli mótsins. Leikið var í Bakú.

Aaron Ramsey kom Wales verðskuldað yfir á 43. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Gareth Bale. Staðan í hálfleik var 1-0.

Eftir klukkutíma leik fékk Bale svo kjörið tækifæri til að tvöfalda forystu Wales af vítaspuntkinum. Hann skaut þó yfir markið.

Connor Roberts gulltryggði þó sigur þeirra í blálokin með marki eftir sendingu frá títtnefndum Bale.

Wales er nú komið í kjörstöðu í A-riðlinum með 4 stig eftir tvo leiki. Tyrkir eru í slæmum málum, enn án stiga. Ítalía og Sviss leika í kvöld. Fyrrnefnda liðið hefur 3 stig og það síðarnefnda eitt. Þau hafa þó aðeins leikið einn leik á mótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer