fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

EM 2020: Ítalía fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 21:04

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalía vann öruggan sigur á Sviss í síðasta leik dagsins á EM 2020. Þeir eru nú öruggir með sæti í 16-liða úrslitum. Leikurinn var liður í A-riðli mótsins. Hann fór fram í Róm.

Ítalir voru betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir héldu að þeir hefðu komist yfir á 19. mínútu þegar Giorgio Chiellini kom boltanum í netið. Myndbandsdómgæslan, VAR, sýndi þó fram á hendi í aðdraganda marksins og því stóð það ekki.

Manuel Locatelli tókst þó að koma Ítölum yfir á 26. mínútu eftir sendingu frá Domenico Berardi. Staðan í hálfleik var 1-0.

Locatelli var aftur á ferðinni á 52. mínútu með góðu marki eftir undirbúning Nicolo Barella. Ciro Immobile gulltryggði 3-0 sigur Ítalíu með marki á 89. mínútu.

Ítalir eru, sem fyrr segir, komnir í 16-liða úrslit. Öll lið A-riðils hafa leikið tvo leiki. Ítalir hafa sex stig, Wales fjögur, Sviss eitt og Tyrkland ekkert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Í gær

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður