fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Sir Alex Ferguson segist aðeins hafa þjálfað fjóra heimsklassa leikmenn

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 20:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United segist aðeins hafa þjálfað fjóra heimsklassa leikmenn á meðan að hann var knattspyrnustjóri enska félagsins.

Árið 2015, kom út bókin, Leading: Learning from life and my years at Manchester United. Bókin er eftir Ferguson og í henni fer hann yfir feril sinn sem knattspyrnustjóri Manchester United.

Í bókinni segir Ferguson að hann hafi alltaf verið að heyra í fjölmiðlum að það væri til ógrynni af heimsklassa leikmönnum.

Hann bætir því svo við að það hafi aðeins verið fjórir leikmenn í stjóratíð hans með Manchester United sem hafi verið í heimsklassa.

„Það er ekki mín meining að lítillækka eða gagnrýna alla þá frábæru og góðu knattspyrnumenn sem spiluðu fyrir mig á mínum 26 árum með Manchester United. En ég þjálfaði aðeins fjóra heimsklassa leikmenn. Eric Cantona, Ryan Giggs, Cristiano Ronaldo og Paul Scholes.

Af þessum fjórum leikmönnum var Cristiano Ronaldo sá besti.

„Hann var eins og stjarnan efst á jólatrénu,“ skrifaði Ferguson í bók sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar