fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
433Sport

United brenndi sig í viðræðum við Dortmund – Óttast það sama með Haaland

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 10:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Manchester United eru hræddir við að fara í viðræður við forráðamenn Borussia Dortmund um Erling Haaland í sumar. The Athletic fjallar um málið.

Ástæðan er sú að félagið brenndi sig í viðræðum við Dortmund síðasta sumar, félagið reyndi þá í tíu vikur að kaupa Jadon Sancho frá Dortmund.

Viðræðurnar báru ekki árangur og vill United ekki lenda í sömu stöðu í sumar að eltast við sama leikmanninn í fleiri vikur, án árangurs. Haaland fer líklega frá Dortmund í sumar.

Forráðamenn United ætla að meta stöðuna vel áður en þeir láta til skara skríða en þeir óttast að Dortmund muni leika sama leik og með Sancho, þar sem félagið taldi Dortmund vilja selja en sú var ekki raunin.

Haaland er tvítugur framherji sem hefur raðað inn mörkum með Dortmund á rúmu ári en hann vill fara í stærra félag í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah