fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Brjálaðir menn eltu Solskjær um helgina – Skoða það að herða gæslu í kringum hann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 08:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United skoðar nú öryggisgæsluna í kringum Ole Gunnar Solskjær stjóra félagsins eftir atvik sem átti sér stað í Manchester á sunnudag.

Solskjær var þá að yfirgefa The Lowry hótelið í miðborginni fyrir leikinn gegn Brighton, United dvelur á hótelinu fyrir alla heimaleiki.

Þegar Solskjær gekk út af hótelinu mætti honum æstur stuðningsmaður sem heimtaði áritun, ekki svo óalgengt en aðilinn átti ekki að komast upp að Solskjær í þessu atviki.

Solskjær komst að ökutæki sínu og ók af stað en þá var bíll sem elti hann frá hótelinu, þegar stoppað var á rauðu ljósi stökk sá aðili út úr bíl sínum og barði hressilega í rúðuna á bíl Solskjær.

Forráðamenn United telja að atvikið sé einsdæmi en ætla ekki að taka neina sénsa, öryggisgæsla í kringum ferðir Solskjær eru í skoðun.

Félög á Englandi hafa talsverðar áhyggjur af öryggi leikmanna og þjálfara eftir að brotist var inn á heimili Robin Olsen, markvarðar Everton á dögunum. Vopnaðir menn mættu þá inn á heimili hans og ógnuðu bæði konu hans og börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth