fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 19:20

Jurgen Klopp / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glen Johnson, fyrrverandi Leikmaður Liverpool, telur að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, gæti verið rekinn ef honum tekst ekki að snúa við gengi Liverpool.

Liverpool hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með 40 stig eftir 25 leiki. Liðið er þó komið í 16- liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og á góðan möguleika á að komast áfram í keppninni.

Johnson telur að árangur Klopp með Liverpool á síðasta tímabili valdi því að hann muni ekki vera rekinn á yfirstandandi tímabili.

„Starf Klopp hjá Liverpool er öruggt sem stendur, á næsta ári gæti staðan verið öðruvísi. Það er ekki hægt að tala um að Liverpool reki hann á þessu tímabili vegna þess að hann hefur gert ótrúlega hluti fyrir félagið. Á þessu gæðastigi knattspyrnunnar geta hlutirnir þó breyst fljótt,“ sagði Glen Johnson í samtali við CheltenhamGuides.com.

Klopp segist sjálfur ekki hafa áhyggjur af starfi sínu hjá Liverpool en þýska blaðið Bild, segist hafa heimildir fyrir því að góðar líkur séu á að Klopp gæti tekið við þýska landsliðinu eftir Heimsmeistaramótið í Katar árið 2022.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt
433Sport
Í gær

Mbappe fór í sögubækurnar gegn Íslandi

Mbappe fór í sögubækurnar gegn Íslandi