fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Urðu fyrir kynþáttaníði eftir tap United – Varnarmaðurinn eyddi Twitter síðu sinni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 09:00

Axel Tuanzebe. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Martial og Axel Tuanzebe urðu fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í gær. Manchester United mistókst að endurheimta toppsæti deildarinnar og tapaði óvænt fyrir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Kean Bryan kom Sheffield United yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá John Fleck.

Harry Maguire, jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Alex Telles. Leikmenn Sheffield United neituðu hins vegar að leggja árar í bát. Oliver Burke tryggði liðinu sigur með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá John Lundstram.

Heldur betur óvæntur sigur Sheffield sem er eftir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig. Manchester United er í 2. sæti með 40 stig.

Eftir leik fengu Martial og Tuanzebe ljót og niðrandi skilaboð um hörundslit sinn, svo ljót voru skilaboðin að Tuanzebe sem byrjaði leikinn í hjarta varnarinnar eyddi Twitter síðu sinni.

Kynþáttaníð á samfélagsmiðlum kemur ítrekað upp þegar kappleikir eiga sér stað, margir leikmenn hafa gripið til þess ráðs að eyða síðunum sínum til að sjá ekki viðbjóðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fer ekki framhjá fólki hvað er í vændum

Fer ekki framhjá fólki hvað er í vændum
433Sport
Í gær

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið