fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Þakkaði Solskjær fyrir að hafa gefið sér hugrekki – Barðist við kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmaður Manchester United hringdi inn í símatíma útvarpsstöðvarinnar TalkSport á dögunum og lýsti því hvernig Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefði hjálpað sér að glíma við erfiðar aðstæður.

„Ég hef átt erfitt mjög, mjög lengi, með andlega heilsu mína, kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Hef alltaf átt erfitt uppdráttar í lífinu og verið að glíma við djöfla. Manchester United og Andy’s Man Club, hafa hjálpað mér að snúa við mínu lífi. Ég vakna suma morgna vitandi það að United er að spila og verð góður,“ sagði Ryan við umsjónarmenn þáttarins Sports Bar á Talksport.

Andy’s Man Club, hópurinn sem Ryan nefndi, eru góðgerðasamtök sem voru stofnuð til minningar um Andy Roberts, sem tók líf sitt aðeins 23 ára að aldri. Samtökin hafa hjálpað Ryan mikið.

Þá vildi Ryan sérstaklega þakka Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra félagsins fyrir.

„Solskjær hefur gefið mér svo mikið hugrekki, það er ótrúlegt. Ég hef haft trú á honum frá fyrsta degi, ég er stoltur og ánægður með það hvernig hlutirnir eru að þróast hjá félaginu,“ sagði Ryan í þættinum Sports Bar.

Manchester United hefur heldur betur þurft að venjast öðru gengi en þegar að Sir Alex Ferguson, var knattspyrnustjóri liðsins. Liðinu hefur hins vegar gengið vel á tímabilinu og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fer ekki framhjá fólki hvað er í vændum

Fer ekki framhjá fólki hvað er í vændum
433Sport
Í gær

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið