fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Ingibjörg hafnar ásökunum í enskum götublöðum – „Trúnaðarmál hvernig þær komust inn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. september 2020 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu hafnar því að starfsmaður hjá sér hafi tekið við greiðslu frá Phil Foden og MAson Greenwood. Ingibjörg fullyrðir þetta í samtali við Vísir.is.

Starfsmaður á Hótel Sögu er borinn þungum sökum í enskum blöðum í dag, hann er sagður hafa tekið við greiðslu frá Phil Foden og Mason Greenwood síðasta sunnudag. Hótel-starfsmaðurinn er sagður hafa hjálpað ensku landsliðsmönnunum við að brjóta reglur um sóttvarnir þegar þeir hittu tvær íslenskar stúlkur. Enska landsliðið dvaldi á hótelinu á meðan liðið var á Íslandi.

Í fréttum enskra blaða var sagt að starfsmaðurinn hefði tekið við greiðslu til að hjálpa íslensku stúlkunum að komast inn á Hótel Sögu. ,,Drengirnir borguðu hótelstarfsmanni til að lauma stúlkunum inn á hótelið þrátt fyrir strangar sóttvarnarreglur,“ segir í frétt Daily Mail. The Sun hefur sömu sögu að segja.

Meira:
Starfsmaður Hótel Sögu borinn þungum sökum í enskum blöðum

Ingibjörg segir þetta ekki rétt, enginn starfsmaður hafi tekið við greiðslu. „Þetta er ekki rétt. Ég segi ekki meira. En enska landsliðið veit að þetta er ekki rétt,“ segir Ingibjörg við Vísir.is.

Hún vill hins vegar ekki segja frá því hvernig stelpurnar komust inn á hótelið en enska landsliðið mátti ekki hitta aðra einstaklinga. Með því brutu þeir félagar sóttvarnareglur. „Það er trúnaðarmál, hvernig þær komust inn. Við höldum trúnað við gestina okkar, sama hverjir þeir eru,“ segir Ingibjörg við Vísir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar