fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Leeds United vann baráttuna um Jórvíkurskíri

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 27. september 2020 12:54

Patrick Bamford skoraði sigurmarkið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds United fór með 0-1 sigur af hólmi er þeir mættu Sheffield United í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið var á Bramall Lane í Sheffield.

Besta færi Sheffield kom á 29. mínútu þegar John Lundstram var einn á móti markmanni og átti skot að marki. Illan Meslier markvörður Leeds varði hins vegar meistaralega frá honum.

Það var Patrick Bamford sem skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu og tryggði Leeds United sigur. Þetta var annað mark Bamford á tímabilinu.

Leeds er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 6.stig. Sheffield er í 20. sæti með 0 stig og eiga enn eftir að skora mark í deildinni.

Sheffield United 0 – 1 Leeds United
0-1 Patrick Bamford (’88)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð