fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Umboðsmaður Ísaks svarar sögusögnum – „Fake news“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. september 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson leikmaður Norrköping í Svíþjóð hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með liðinu. Ísak, sem er aðeins 17 ára, hefur leikið með Norrköping frá 15 ára aldri.

Ísak hefur vakið athygli stærri liða í Hollandi en í gær var fjallað um að Feyenoord þar í landi vildi Ísak. Sagt var að félagið væri tilbúið að greiða 1 milljón evra fyrir hann og að Ísak færi í varalið félagsins.

Á dögunum var rætt um að stórlið Juventus hefði áhuga á því að fá Ísak í sínar raðir. Þessi ungi leikmaður lék sinn fyrsta U21 landsleik á dögunum.

Ein milljón evra telst heldur lágt verð í knattspyrnuheiminum fyrir einn efnilegasta leikmann Norðurlanda. Þrátt fyrir ungan aldur spilar Ísak með aðalliði Norrköping. Hann hefur spilað 13 deildarleiki á tímabilinu og skorað í þeim tvö mörk.

Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður kappans endurbirtir fréttina á Twitter og svarar henni á einfaldan hátt. „Fake news,“ skrifar Magnús Agnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti