fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Hjörvar krefst þess að Hilmar Árni skammist sín

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. september 2020 10:47

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir 3-0 sigur á Stjörnunni. Leikið var í Kaplakrika. FH er þar með annað liðið sem kemst áfram í undanúrslitin.

ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þann 25. ágúst með sigri á Fram. FH-ingar hafa komist í undanúrslit í bikarkeppninni samfleytt frá árinu 2016. Þessi lið mætast í undanúrslitum.

Þórir Jóhann Helgason skoraði þriðja mark FH með skoti beint úr aukaspyrnu. Hilmar Árni Halldórsson miðjumaður Stjörnunnar gerði sig sekan um mistök þegar hann færð sig til í veggnum.

Fyrir það fékk Hilmar skammir í hattinn frá Hjörvari Hafliðasyni í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð2 Sport í gær.

„Hann á bara að skammast sín. Miðað við það litla sem ég hef kynnst þeim dreng getur hann ábyggilega ekki horft á þetta. Þetta er eitthvað það allra aumasta sem maður hefur séð,“ sagði Hjörvar á Stöð2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga