fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þrír knattspyrnumenn héldu partý í miðjum faraldri – „Þessi smit eru rakin beint til þessarar veislu“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 9. ágúst 2020 15:57

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír knattspyrnumenn hafa verið reknir úr knattspyrnuliði háskólans í Louisville í Bandaríkjunum eftir að þeir héldu partý í miðjum kórónuveirufaraldri.

CNN greinir frá þessu en í tilkynningu frá skólanum segir að umrætt partý hafi átt þátt í útbreiðslu faraldursins meðal nemenda. 29 manns hafa greinst með COVID-19 í fjórum íþróttaliðum skólans eftir partýið en auk þess eru afar margir í sóttkví. „Þessi smit eru rakin beint til þessarar veislu,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

„Ég er afar vonsvikinn með þessa ungu menn,“ sagði þjálfari liðsins, John Michael Hayden. „Þeir hafa sýnt að þeir eiga ekki heima í þessu liði. Liðsmenn okkar þurfa að sýna ábyrgð sem fulltrúar skólans.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem partý á vegum háskólanema veldur kórónuveirusmitum. Í júlí héldu nemendur háskólans í Kaliforníu röð af partýum og voru 47 staðfest smit rakin til partýjanna. Svipaðar aðstæður hafa einnig komið upp í Mississippi en þar voru mörg partý haldin á vegum háskólanema í sumar. Hundruðir smituðust á svæðinu og voru fjölmörg smit rakin til partýjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona