fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Skoruðu á fjölmiðla og almenning að snúa Aroni eftir umdeilda ákvörðun

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. apríl 2020 19:30

© 365 ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavél:

Ákvörðun Arons Jóhannssonar um að gerast landsliðsmaður Bandaríkjanna en ekki Íslands árið 2013, vakti mikla athygli. Aron var í þeirri einstöku stöðu að geta valið á milli þjóð. Hann fæddist í Bandaríkjunum árið 1990 þar sem foreldrar hans voru í námi, hann hafði hins vegar að mestu alist upp á Íslandi.

Ákvörðun Arons þótti umdeild og voru margir Íslendingar reiðir eftir ákvörðun hans. „Það er ekkert sem ég tek persónulega. Stundum eru einhverjar fréttir á fótbolti.net eða 433 um mig og þá er fólk duglegt að skrifa athugasemdir og spyrja af hverju sé verið að tala um þennan helvítis Kana. Það er bara eins og gengur og gerist. Sumir taka þessu svoleiðis og aðrir ekki,“ sagði Aron Jóhannsson um málið árið 2015 þegar hann ræddi við Akraborgina um málið.

„Ég er ekkert viðkvæmur fyrir þessu og kippi mér ekkert upp við þetta þegar ég sé svona. Í kringum HM og fyrir HM voru sumir fjölskyldumeðlimir sem tóku þetta meira inn á sig heldur en ég.“

Ákvörðun Arons var umdeild en hann útskýrði ákvörðun sína. ,,Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Aron sem sagði ástæðuna vera Heimsmeistarmótið árið 2014.

Þar var Aron fyrsti Íslendingurinn til að spila, hann var í hópi Bandaríkjanna sem náði fínum árangri í Brasilíu.

Lars Lagerback, þá þjálfari Íslands var ekki sáttur með ákvörðun Arons og Geir Þorsteinsson, þá formaður KSÍ var einnig ósáttur. ,Þessi ákvörðun kom mér gríðarlega á óvart og ég skil hana ekki. Mér fannst engin efnisleg rök vera fyrir þessari ákvörðun,“ sagði Geir við Fótbolta.net um málið.

Aron hafði spilað fyrir yngri landslið Íslands og var Geir ekki skemmt. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu sem vakti athygli.

Yfirlýsing KSÍ frá 2013
Aron Jóhannsson er Íslendingur fæddur í Bandaríkjunum 1990 hvar hann bjó fyrstu ár ævinnar. Foreldrar Arons eru Íslendingar. Aron fékk knattspyrnlegt uppeldi innan vébanda KSÍ hjá Fjölni upp alla yngri flokki (með stuttri dvöl hjá Breiðabliki) og lék síðan í meistaraflokki Fjölnis þar til hann gekk til liðs við AGF í Danmörku 1. september 2010.

Aron Jóhannsson lék 10 landsleiki með U21-liði Íslands 2011 og 2012. Af þessum 10 leikjum voru 8 í Evrópukeppni landsliða og var Aron í byrjunarliði Íslands í þeim öllum.

Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) heimilar leikmönnum að sækja einu sinni um að skipta um landslið uppfylli þeir tiltekin skilyrði jafnvel þó þeir hafi leikið með yngri landsliðum svo fremi sem þeir hafi ekki tekið þátt í opinberum leik með A-landsliðinu. Eitt þeirra skilyrði sem heimilar leikmönnum skipti er að þeir hafi verið fæddir í landinu sem þeir óska eftir að leika fyrir.

Aron hefur síðasta árið ekki getað svarað kalli A-landsliðsþjálfara KSÍ vegna meiðsla en á sama tíma bárust fregnir um að landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hefði áhuga á leikmanninum. Tengsl Arons við knattspyrnu í Bandaríkjunum eru engin.

Í gær birtist yfirlýsing frá Aron þess efnis að leikmaðurinn kjósi að leika fyrir A-landslið Bandaríkjanna. Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands. Það er einfaldlega þannig að landsliðsmenn Íslands leika fyrir land og þjóð og hljóta fyrir heiður og sæmd.

Það er eindregin ósk KSÍ að Aron snúi baki við hugmyndum sínum um að skipta um landslið. Aron er Íslendingur í húð og hár sem við þörfnumst í harðri keppni á alþjóðavettvangi. Aron hefur þegar leikið 10 U21-landsleiki fyrir Ísland og þar á framtíð hans að vera. Vonandi mun almenningur og fjölmiðlar bregast við og skora á Aron að halda áfram að leika fyrir Ísland. KSÍ hefur þegar óskað eftir þátttöku Arons í næsta A-landsleik Íslands gegn Færeyjum 14. ágúst nk. Það eru engin rök fyrir því að Aron afsali sér íslensku ríkisfangi sínu í knattspyrnu.

Þórður Einarsson, Leiknismaður og þjálfari þar skrifaði pistil sem birtist á Fótbolta.net þar sem hann hjólaði í Aron og ákvörðun hans. ,,Við erum nefnilega samfélag. Við mótumst af samfélaginu og erum alin upp í því. Mér þykir miður að Aron Jóhannsson skuli velja að skila ekki til baka til samfélagsins. Hér sleit hann barnsskónum, menntaði sig og bjó en valdi svo að hafna landi sínu og þjóð þegar hann fékk svo sjaldgæft en um leið dýrmætt tækifæri til að borga til baka. Tækifæri til að gleðja þjóð sina sem við hinum fáum ekki öll,“ skrifaði Þórður á Fótbolta.net.

,,Aron er alinn upp undir hjálmi KSÍ og hefur leikið með yngri landsliðum á leið sinni til frama. Svo þegar framinn knýr dyra þá ætlar hann að velja sjálfan sig en ekki þjóð sína. Hefði hann nokkurn tímann átt að fá eða átt skilið að fá sæti í landsliðum okkar á kostnað annarra drengja ef það hefði verið vitað að hann myndi velja sjálfan sig fremur en þjóð sína? Undarlegt nokk þá fagna því fjöldinn allur af fólki að hann valdi þetta og jafnvel hafa verið settar upp stuðningssíður á internetinu.“

,,Minnir þetta óneitanlega á hugsunarhátt góðærisáranna. Ekkert ólíkt viðhorf og útrásarvíkingarnir höfðu sem ætluðu að sigra heiminn, því Ísland var ekki nægjanlega stórt fyrir þá. Við ákvarðanatökuna er ekki að sjá að Aron hafi á nokkurn hátt hugsað um annað en sjálfan sig. Margir hafa komið til og sagt það mjög skiljanlegt. En er það ekki einmitt það hugarfar sem við sem samfélag viljum ekki búa til? Samfélag þar sem allt hringsnýst um mann sjálfan. Samfélag með sömu ömurlegu grunngildi og góðærisárin á Íslandi. Samfélag þar sem peningar og völd voru ofar öllu öðru. Samfélag sem hrundi og er enn móralskt verið að reyna að reisa við. Viljum við ala börn okkar upp við það að allt nema þú, skiptir engu máli? Að það þjóðfélag sem þú ert alinn upp í og hefur þjónað þér í námi og leik, sé bara fyrir þig að nota en aldrei að þjóna? Er það virkilega svo að við viljum að börn okkar verði ekki nýtir þjóðfélagsþegnar og taki þátt í samfélaginu og hafi að leiðarljósi samkennd, samhug og samvinnu.“

,,Ætlar Aron Jóhannsson að kynna sig hér eftir fyrir umheiminum sem Bandaríkjamann?“

Aron Jóhannsson

Íslendingar hafa í seinni tíð róast enda ákvörðun Arons ekki einsdæmi, fleiri knattspyrnumenn hafa farið sömu leið og kosið að spila fyrir þjóð sem þeir tengjast lítið sem ekkert. Ferill Arons með Bandaríkjunum hefur ekki náð þeim hæðum sem hann vonaðist eftir, hann hefur verið óheppin með meiðsli. Aron leikur í dag með Hammarby í Svíþjóð, nái hann flugi þar er ekki ólíklegt að hann fari á flug með landsliði Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði