fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Geir byrjar á blóðugum niðurskurði á Akranesi: „Ástandið á nokkrum vikum orðið kolsvart“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 10:00

Geir er framkvæmdarstjóri ÍA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég vil byrja á því að þakka Skagamönnum góðar kveðjur og Knattspyrnufélaginu ÍA fyrir traustið að ráða mig til starfa sem framkvæmdastjóra félagsins. Knattspyrnan á Akranesi á sér langa og glæsta sögu sem nær langt út fyrir landsteinana. Það er okkar sameiginlega hlutverk að halda merki ÍA á lofti og ná árangri í starfi og leik á komandi keppnistímabili sem verður ólíkt öllum öðrum vegna Covid-19 veirunnar,“ skrifar Geir Þorsteinsson, nýr framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar ÍA í pistli sínum á vef Skessuhorns.

Geir var ráðinn í starfið á dögunum en vegna kórónuveirunnar hefur Geir þurfti að byrja á að skerða launagreiðslur til leikmanna og þjálfara félagsins. Um 60 milljóna króna tap var á rekstri ÍA í fyrra og því ljóst að róðurinn er þungur.

,,Rekstrarskilyrði knattspyrnufélaga hafa ávallt verið og munu áfram vera krefjandi, þar sem treysta verður á ómælt framlag félagsmanna, stuðningsmanna, atvinnulífsins og ýmissa viðburða félagsins. Nú hefur Covid-19 faraldurinn breytt rekstrarforsendum knattspyrnufélaga með áður óþekktum hætti. Frá síðari hluta janúar á þessu ári hafa hlaðist upp óveðurský í rekstri félagsins en með samkomubanni hafa rekstrarhorfur knattspyrnufélaga versnað til mikilla muna þannig að í reynd hefur ástandið á nokkrum vikum orðið kolsvart.“

,,Knattspyrnufélag ÍA hefur orðið að bregðast við nýju aðstæðum með áður óþekktum hætti til að vernda starfsemi félagsins. Stjórnin félagsins ákvað, sem fyrsta skref, að beita neyðarúrræðum strax um þessi mánaðamót og skerða launagreiðslur til þjálfara og leikmanna umtalsvert. Ráðstöfunin er sársaukafull en nýtur skilnings þessara aðila sem er gott dæmi um að okkar fólk er með stórt ÍA hjarta. Mikilvægt er að upplýsa bæjarbúa og stuðningsmenn um þessar ráðstafanir félagsins. Við berum þá von í brjósti að skilningur á sérstöðu íþrótta verði til þess að úrræði ríkisvaldsins um minnkað starfshlutfall nýtist þjálfurum og leikmönnum okkar.“

Geir segir að erfiðir tímar séu á Akranesi á næstunni. ,,Því er ekki að leyna að í hönd fara erfiðir tímar í rekstri Knattspyrnufélags ÍA en í mótbyr kunna að felast ný tækifæri. Með samstöðu, mikilli vinnu og skynsemi verðum við í fremstu röð íslenskra knattspyrnufélaga innan sem utan vallar og það er þekkt úr sögunni að sætir sigrar hafa unnist á knattspyrnuvellinum þegar á móti blés í rekstrinum. Þrátt fyrir framlag okkar sem ráðnir erum til starfa, framlags sjálfboðaliða í stjórn og ráðum, mun framlag almennra sjálfboðaliða, velunnara félagsins, stuðningsaðila og þín stuðningsmaður góður skipta sköpum fyrir framtíð ÍA í miklum ólgusjó. Við þurfum allan þann stuðning sem við getum fengið. Ég skora á Skagamenn að standa saman sem einn maður á erfiðum tímum. Standa við bakið á leikmönnum, þjálfurum og félaginu okkar, Knattspyrnufélaginu ÍA, á krefjandi tímum. Öll él birtir upp um síðir og þá er mikilvægt að við séum öll klár í leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar