fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Gunnleifur: „Ég lá and­vaka yfir þessu á nótt­unni og auðvitað var það erfitt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnleifur Gunnleifsson einn fremsti markvörður í sögu Íslands hefur lagt hanska sína á hilluna, 45 ára gamall. Gunnleifur hefur átt magnaðan feril hér á landi auk þess að vera hluti af íslenska landsliðinu um nokkurt skeið.

Gunnleifur varð Íslandsmeistari með FH en lék síðustu ár ferilsins með Breiðabliki. Nú þegar hanskarnir fara á hilluna fer Gunnleifur að þjálfa yngri flokka félagsins.

Í viðtali við Morgunblaðið fer Gunnleifur yfir mestu vonbrigðin á ferli sínum, hann segir þau hafa komið vorið 2016 þegar Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson völdu hóp 23 manna sem fór á Evrópumótið í Frakklandi. Gunnleifur hafði verið í hópnum í undankeppninni en missti af sæti til Frakklands.

„Von­brigðin við að fara ekki á EM voru gríðarleg á sín­um tíma. Það var eins og að missa ná­inn ætt­ingja. Ég lá and­vaka yfir þessu á nótt­unni og auðvitað var það erfitt,“ segir Gunnleifur við Morgunblaðið.

Gunnleifur hefur lengi hugsað um málið og segir. „Ég trúi því hins veg­ar núna að það hafi átt að ger­ast og það er bara fínt. Það var margt erfitt í þessu, það var erfitt að tapa úr­slita­leikj­um, erfitt að fara frá liðum þar sem manni leið vel og erfitt að gera mis­tök í leikj­um. Það var fullt af erfiðum augna­blik­um, en ef ég þyrfti að nefna eitt atriði var það að missa af EM mestu von­brigðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp