fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Roy Keane um De Gea – „Hann hefur gert stór mistök“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 16:46

Roy Keane /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur um ensku úrvalsdeildina hjá Sky Sports, telur að David De Gea, markvörður Manchester United, sé ekki nægilega góður fyrir liðið.

„Frammistöður hans á þessu tímabili hafa verið aðeins betri, já. Ég held að það hafi hjálpað honum að Dean Henderson, hafi verið áfram hjá félaginu, þar ertu með almennilega samkeppni,“ sagði Roy Keane hjá SkySports.

Það sé í kjölfarið meiri pressa á De Gea að standa sig, hann hafi ekki efni á því að gera mistök.

„Hann veit að ef hann gerir of mörg mistök, þá mun Henderson taka af honum sætið í liðinu. Frammistöður hans (De Gea) hafa verið betri en ég verð að segja að ég er ekki stærsti aðdáandi hans,“ sagði Roy Keane.

Keane benti á tölfræði sem segir að hans mati allt það sem segja þarf um áhrif markvarðarins.

„Hann er með stóran samning hjá félaginu og hefur gert stór mistök sem hafa valdið því að liðið hefur misst af mikilvægum stigum. Ég held hann sé með einn deildartitil á bakinu á 10 árum, það er ekki góð tölfræði,“sagði Roy Keane.

David De Gea, var í byrjunarliði Manchester United gegn Southampton í dag en þurfti að fara af velli vegna meiðsla í stöðunni 2-0 fyrir Southampton. Henderson kom inn á í hans stað. United vann leikinn, 2-3.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Í gær

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Í gær

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar