fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Freyr hafnaði dönsku meisturunum: „Ég hafði það ekki í mér“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari hafnaði því að taka við sem aðstoðarþjálfari Midtjylland fyrr á þessu. Frá þessu segir hann í samtali við Vísir.is.

Freyr lét af störfum sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í síðustu viku eftir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. Fyrr á árinu var hann í viðræðum við Midtjylland en KSÍ vildi ekki að hann tæki starfið að sér vegna verkefna landsliðsins.

Þá var enginn COVID-19 veira í Evrópu og átti að spila umspilið um laust sæti á Evrópumótinu í mars, því var frestað fram á haustið vegna veirunnar.

„Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi.

Freyr þurfti að velja á milli og valdi landsliðið. Hann er í dag orðaður við þjálfarastarfið líkt og Arnar Þór Viðarsson.

„Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér.“

Hefði Freyr tekið starfið væri hann að undirbúa leik gegn Ajax í Meistaradeildini og hefði farið á Anfield í leik gegn Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu