fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Lára opnar sig um endurkomuna – „Mjög ósanngjörn umfjöllun“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 08:30

Foden á rassinum á Hótel Sögu en Lára tók myndina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Clausen segir í samtali við Vísi að hún samgleðjist knattspyrnumanninum Phil Foden innilega eftir endurkomu hans í enska landsliðið. Lára rataði í fjölmiðla um allan heim í september eftir að hún og Nadía Sif vinkona hennar heimsóttu Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu.

Þeir Greenwood og Foden brutu sóttvarnarreglur með heimsókninni og misstu í kjölfarið sæti sitt í enska landsliðinu. Foden hefur þó nú fengið að spila aftur og er Lára ánægð með það. „Það er bara gott að ferillinn sé kominn aftur á uppleið hjá honum og maður hafi ekki eyðilagt meira fyrir honum,“ segir Lára við Vísi en henni fannst tekið virkilega hart á þeim Foden og Greenwood.

„Mjög ósanngjörn umfjöllun. Við fengum alveg að finna fyrir þessu líka en það var tekið harðara á þeim. Það var mjög erfitt að horfa upp á þá missa eitthvað sem þeir voru búnir að vinna svo mikið fyrir. Þeir voru kallaðir heimskir og ég veit ekki hvað og það fannst mér ömurlegt að lesa.“

Eins og áður segir vakti heimsókn Láru og Nadíu mikla athygli en eftir hana fóru þær í viðtöl við stærstu fjölmiðla Bretlands. Lára fór í viðtal við DailyMail og sagði þar frá því sem hafði gerst þessa örlagaríku nótt. ,,Það var gott að kyssa hann,“ var meðal þess sem Lára sagði í viðtalinu en þar var greint frá því að hún og Foden hefðu stundað kynlíf saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt