fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Mun Guðni reyna að sannfæra Heimi Hallgrímsson um að koma heim?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 12:13

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson formaður KSÍ og stjórn sambandsins mun á næstu dögum og vikum fara yfir þjálfaramál hjá A-landsliði karla. Erik Hamren hafði ekki áhuga á að halda starfinu áfram og stýrir hann liðinu í síðasta sinn á miðvikudag.

Hamren hefur stýrt liðinu í tvö ár og var örfáum mínútum frá því að koma liðinu inn á Evrópumótið í síðustu viku, þegar liðið tapaði gegn Ungverjaland.

Atli Viðar Björnsson sérfræðingur Stöð2 Sport myndi gera allt til þess að fá Heimi Hallgrímsson heim á ný eftir tvö ár í Katar.

„Fyrir mér væri fyrsta, annað og væntanlega þriðja símtalið til Katar. Hvernig er staðan á Heimi Hallgrímssyni? Hefur hann einhvern áhuga á að koma heim aftur, byrja þessa uppbyggingu og taka aftur við liðinu?“ sagði Atli Viðar á Stöð2 Sport í gær.

Heimir lét af störfum eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og hefur síðan þá starfað hjá Al-Arabi í Katar.

„Ég geri ekki ráð fyrir að Heimir segi já í fyrsta símtali og þess vegna segi ég að annað og þriðja símtal eigi að vera til hans og reyna að sannfæra hann um að hann sé maðurinn í starfið.“

Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 liðsins og Rúnar Kristinsson þjálfari KR eru á meðal þeirra þjálfara sem eru mest orðaðir við starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur