fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Erik Hamren hættir sem þjálfari Íslands – „Þetta var mín ákvörðun“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 09:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren mun hætta sem þjálfari Íslands eftir leikina gegn Dönum og Englandi. Þetta staðfesti hann á fréttamannafundi í dag.

„Tveir leikir eftir á þessu ári, tveir mikilvægir leikir gegn Dönum og Englandi. Ég mun hætta sem þjálfari Íslands, ég fékk spurningar um þetta eftir Ungverjaland. Ég ræddi við Guðna og leikmennina, ég vildi láta þá vita að ég hætti,“ sagði Hamren og kom mörgum á óvart með þessari tilkynningu.

Eftir að Ísland komst ekki inn á EM ákvað hann að láta af störfum en það var hans ákvörðun.

„Þegar ég fékk tilboðið um að taka við starfinu, ég taldi mig geta komið liðinu á EM. Ég hafði farið þangað með Svíum og vildi fara með Ísland, ég trúði því. Það var markmið mitt. Við vorum nálægt þessu, mjög nálægt. Við hefðum farið inn á EM með gömlu reglunum í riðlakeppninni sem besta þriðja sætið. Við vorum komnir á EM þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum gegn Ungverjalandi.“

„Ég vil þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmennina.“

„Þetta var mín ákvörðun, markmiðið var að fara á EM og láta svo annan taka yfir. Núna förum við ekki á EM, undankeppni HM byrjar í mars og það er betra í mínum huga að annar taki við.“

Hamren tók við landsliðinu eftir HM 2018 og ætlaði sér að koma liðinu á EM, eftir að það mistókst ákvað hann að láta af störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum