fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Klakarnir sem gerðu Hollendinga brjálaða aftur í eyrum Alberts í gær – „Hættu þessu Henry“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 09:20

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson leikmaður íslenska landsliðsins fékk á baukinn frá Ronald de Boer í hollensku sjónvarpi á dögunum. Ástæðan voru eyrnalokkar sem Albert hafði sett í eyru sinn eftir leik, hann mætti svo með lokkana í viðtal eftir góðan sigur í Meistaradeildinni þar sem Albert var á skotskónum.

De Boer var sérfræðingur í spjallþætti eftir leikinn en þar gagnrýndi hann Albert harðlega eftir að viðtal við landsliðsmanninn var spilað. „Ég veit ekki hvort þú tókst eftir því en hann var búinn að setja eyrnalokka í sig fyrir viðtalið. Þannig að hann fór strax í búningsklefann eftir leikinn, setti eyrnalokkana í sig og það án þess að fara í sturtu,“ sagði de Boer.

Meira:
Knattspyrnugoðsögn hraunar yfir íslenskan landsliðsmann – „Ég veit ekki hvort þú tókst eftir því…“

Albert var svo í byrjunarliði Íslands í gær þegar Belgar heimsóttu Laugardalinn í Þjóðadeildinni. Albert átti góðan leik og fór svo í viðtal á Stöð2 Sport.

Albert var búinn að setja eyrnalokkana í eyrun í viðtalinu á Stöð 2 Sport þar sem Henry Birgir Gunnarsson spurði út í þá. „Þú kemur síðastur í viðtal, varstu svona lengi að setja í þig lokkana?“ sagði Henry léttur.

Albert hafði gaman af þessu og sagði „Ekki vera að þessu Henry,“ sagði Albert, léttur ljúfur og kátur..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli
433Sport
Í gær

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“