fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Umboðsmaður Van de Beek ósáttur með stöðu hans hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 10:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaak Swart umboðsmaður Donny van de Beek sem gekk í raðir Manchester United er ósáttur með að skjólstæðingur sinn þurfi að verma tréverkið í upphafi leiktíðar á Englandi.

Van de Beek er eini leikmaðurinn sem Manchester United hefur keypt í sumar en hollenski miðjumaðurinn kom frá Ajax í sumar.

„Varamaður? Ég er ekki sáttur með það, ég gat varla horft á þetta. Hann fékk fjórar mínútur í leiknum,“ sagði Swart við hollenska miðla eftir sigur United á Brighton um liðna helgi.

Van de Beek ætti að byrja í kvöld þegar United heimsækir Brighton aftur en nú í enska deildarbikarnum. „Hann gerði góða hluti, hann hjálpaði til við að fá vítaspyrnuna þar sem sigurmarkið kom.“

Van de Beek skoraði mark United í tapi gegn Crystal Palace í fyrstu umferð. „United hefði átt að tapa 7-1 gegn Brighton sem skutu fimm sinnum í tréverkið. Brighton er með fínasta lið en þetta á ekki að koma fyrir hjá Manchester United.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla