fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Allar líkur á að Jóhann Berg verði ekki leikfær gegn Rúmeníu – „Þetta eru ekki bara dagar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. september 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson verður einhverjar vikur á sjúkrabekknum ef marka má orð Sean Dyche stjóra Burnley. Jóhann var borinn af velli með súrefnisgrímu eftir ljóta tæklingu í leik liðsins gegn Sheffield United í enska deildarbikarnum í gær.

Um var að ræða fyrsta leik tímabilsins en Jóhann var borinn af velli eftir tíu mínútna leik. „Þetta var mjög ljót tækling og hefði átt að vera rautt spjald,“ sagði Dyche eftir leik.

Meira:
Sjáðu subbulega tæklingu sem Jóhann Berg varð fyrir í gær

Þegar tæklingin kom snéri Jóhann upp á hné sitt og líklega hafa liðböndin tognað eða skaddast. „Hann snéri upp á það og þetta verða því miður ekki bara nokkrir dagar.“

Þessi tíðindi frá Sean Dyche virðast staðfesta það að Jóhann Berg verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir Rúmeníu í byrjun október í umspili um laust sæti á EM.

Jóhann var meiðslum hrjáður á síðustu leiktíð en var leikfær undir lok síðustu leiktíðar og æfði vel í sumar. „Hann hefur litið vel út, hann hefur verið frískur en þetta er enn einn leikmaðurinn sem við missum út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki