fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Arnar segir það ósanngjarnt að þurfa að forðast fjölmenni – „„Hvað þýðir þetta? Er þetta eitt af skilyrðunum?“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 14:35

Arnar Sveinn. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Fylkis og forseti leikmannasamtaka Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að krafa KSÍ í nýjum drögum um framkvæmd leikja sé ósanngjörn. Þar er meðal annars tekið fram að leikmenn og þjálfarar eigi að forðast fjölmenna staði.

Í drögunum kemur fram að allir sem koma að knattspyrnunni eigi að lágmarka samskipti við aðra og forðast fjölmenna staði. Það eru staðir eins og verslanir, kvikmyndahús, veitingastaðir og skemmtistaðir. Ef nauðsynlegt er að vera í samskiptum við aðra skal halda tveggja metra fjarlægð og nota andlitsgrímu „Persónulega finnst mér þetta ósanngjörn krafa á leikmenn nema það verði komið til móts við þá á einhvern hátt,“ segir Arnar um drögin að reglunum.

Þá segir Arnar að leikmenn á Íslandi séu ekki atvinnumenn heldur áhugamenn og því sé erfitt að biðja leikmennina hér á landi um að haga sér eins og atvinnumenn „Sumir hafa ágætlega upp úr því að spila fótbolta á Íslandi en það er mikill minnihluti,“ segir Arnar. „Að ætlast til þess að skikka leikmenn, sem flestir eru að gera þetta í bland við vinnu eða skóla, til þess að haga sér eins og atvinnumenn í þessu umhverfi – mér finnst það ósanngjörn krafa og ég sé það ekki gerast.“

Hann spyr hvort það sé eðlilegt að þessi krafa sé sett á leikmenn. „Hvað þýðir þetta? Er þetta eitt af skilyrðunum til að fótboltinn fari af stað og ef svo er, hvernig er hægt að setja svona skilyrði á leikmenn án þess að rætt sé við þá? Fyrir mér er þetta enn þá frekar óljóst. Ég sé ekki hvort þetta eru skilyrði eða tilmæli. Ef það kemst upp að leikmenn séu að fara út á mannamót einhvern þriðjudaginn er þá mótinu stofnað í hættu? Það eru margar spurningar í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað