fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Hart slegist um Henderson – Bjóða honum 128 milljónir á mánuði

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markmaðurinn Dean Henderson, sem hefur verið á láni hjá Sheffield United síðustu tvö tímabil, gæti verið á leiðinni til Chelsea ef marka má heimildir miðla á meginlandinu. The Sun greinir frá þessu.

Sagt er að Chelsea sé tilbúið að bjóða Henderson 170 þúsund pund á viku í laun ef hann krotar undir hjá þeim. Það eru um 30 milljónir króna á viku og um 128 milljónir króna á mánuði. Staðan er hins vegar erfið þar sem að Henderson er samningsbundinn Manchester United. Þar hefur hann ekki fengið að spila þar sem David de Gea hefur verið aðalmarkvörður Manchester United. De Gea hefur reyndar ekki staðið sig frábærlega undanfarið og hafa margir velt því fyrir sér hvort hann gæti misst sætið sitt til Henderson.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, vill ólmur fá Henderson til liðs við sig en frammistaða núverandi aðalmarkmanns Chelsea, Kepa Arrizabalaga, hefur ekki verið upp á marga fiska á leiktíðinni. Kepa var keyptur fyrir um 72 milljónir punda og er því dýrasti markmaður sögunnar. Lampard virðist þó vera kominn með nóg þar sem hann vill fá Henderson til sín frekar. Þá er Tottenham einnig sagt hafa áhuga á markmanninum.

Heimildarmenn hið ytra segja að Henderson vilji spila nóg af leikjum og ef hann fær það ekki hjá Manchester United þá mun hann að öllum líkindum leita annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Giroud orðinn liðsfélagi Hákonar

Giroud orðinn liðsfélagi Hákonar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG