fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Lögreglan gefur grænt ljós á heimaleiki en stórleikir eiga að fara á hlutlausa velli

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 13:27

Henderson ásamt Mo Salah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Bretlands hefur gefið grænt ljós á það að íþróttafélög hefji æfingar að fullum krafti.

Í rúma viku hafa lið á Englandi getað æft í litlum hópum en nú er leyfilegt að setja allt á fullt. Leikmenn þurfa ekki lengur að virða tveggja metra regluna. Eitt af því sem þarf að leysa er hvar leikirnir verða spilaðir, mörg félög vilja spila á heimavelli sínum en það gæti reynst erfitt.

Lögreglan hefur viljað að spilað sé á hlutlausum völlum svo hægt sé að koma í veg fyrir að stuðningsmenn hópist saman fyrir utan vellina. Verður það rætt í vikunni á meðal félaganna í deildinni. Ef boltinn fer að rúlla verður veisla fyrir sófakartöflur út um allan heim, stefnt er að því að hafa alla leiki í beinni útsendingu.

Nú segja ensk blöð að lögreglan hafi gefið grænt ljós á að félögin spili á heimavelli sínum en að stórleikir verði spilaðir á hlutlausum velli. Hins vegar þurfa stórleikir að fara fram á hlutlausum velli til að koma í veg fyrir að fólk hópist saman fyrir utan vellina.

Þannig yrði leikurinn þar sem Liverpool verður enskur meistari ekki spilaður á Anfield og fleira í þeim dúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“