Manchester United fær harða samkeppni í sumar um Jadon Sancho kantmann Borussia Dortmund. Nú er greint frá því að FC Bayern hafi áhuga.
Sancho er tvítugur og hefur áhuga á því að fara í sumar og horfir helst til Englands.
Sancho gæti fengið treyju númer 7 hjá Manchester United en besta lið Þýskalands gæti heillað.
ESPN segir að Bayern hafi byrjað að ræða við Dortmund áður en kórónuveiran fór að gera vart við sig.
Sancho hefur átt frábær tvö ár með Dortmund og mun kosta um og yfir 100 milljónir punda.